Fatnaður

Reiðmennska er útisport og eins og við þekkjum er veðrið á íslandi oft á síðum ófyrirsjáanlegt.

Við munum útvega reiðhjálma, og það fer enginn hjálmlaus á bak.

Við eigum til gúmmístígvél í ýmsum stærðum sem fólki er velkomið að nota, en getum þó ekki ábyrgst að eiga réttar stærðir fyrir allan hópinn. Hefðbundnir gönguskór duga vel í flestum tilfellum.

Við mælum ávalt með hlýjum vetlingum og þunnri húfu eða buffi til að hafa undir hjálmnum, en lykilreglan til að hafa í huga er að klæða sig eftir veðri.

Treflar, slár og aðrir hlutir sem blakta í vindi geta hrætt hestana og eru bannaðir á baki.

Bannað er að nota reiðfatnað sem notaður hefur verið í kringum hesta eða dýr í öðrum löndum nema hann hafi verið sérstaklega þveginn og sótthreisaður við komuna til landsins.

Búnaður og nesti

Ekki er heimilt að hafa bakpoka á hestbaki en lítil mittistaska er leyfileg. Leyfilegt er að taka myndavél eða síma en hafa skal í huga að minnsta kosti önnur hendin þarf að halda í tauminn öllum stundum. Sumar ferðir fara einnig yfir ár og er hætta á að missa hluti í vatnið.

Sjálfuprik (e. Selfie-Sticks) eru stranglega bönnuð þar sem þær hræða hestana.

Það getur verið gott að taka með sér smávægilega hressingu, til dæmis súkkulaðistykki. Yfirleitt er stöðvað einhverstaðar á leiðinni þar sem farið er af baki og einhverjir gætu viljað smá orkuskot. Við mælum með því að óreyndir knapar reyni ekki að borða á baki.

Í lengri ferðum gætum við boðið upp á hressingu, en það er samið um það þegar gengið er frá bókun.