Eyjardalsá
Reiðtúrar og reiðnámskeið
Eyjardalsá er staðsett í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsveit í einungis nokkurra mínútna akstri frá Goðafossi.
Bærinn er í um 30mín akstri frá Akureyri, 45 mínútur frá Húsavík og 40 mínútur frá Mývatnssveit.
Við bjóðum upp á reiðtúra sem henta allri fjölskyldunni, bæði meira og minna vönum og einnig höfum við boðið upp á reiðnámskeið fyrir bæði börn og unglinga.
Reiðleiðirnar í nágrenni okkar eru fallegar og síbreytilegar eftir árstíðum.